Forsíða

Fanndís Friðriksdóttir íþróttakona Kópavogsbæjar

Á mynd í viðhengi eru Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Birgir Leifur Hafþórsson íþróttakarl ársins í Kópavogi, Nanna Leifsdóttir móðir Fanndísar Friðriksdóttur íþróttakonu ársins sem tók við verðlaunum fyrir hönd dóttur sinnar og Jón Finnbogason formaður íþróttaráðs Kópavogs.

Fanndís Friðriksdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki var kjörin íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2017.

Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Íþróttamiðstöðinni Kórnum 11. janúar. Fékk hún að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti henni 200 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ.

Fanndís var lykilleikmaður í meistaraflokksliði Breiðabliks sem hafnaði í öðru sæti á Íslandsmótinu í knattspyrnu á liðnu ári. Hún var einn besti leikmaður Íslands á Evrópumeistaramótinu í Hollandi síðast liðið sumar. Þar lék hún alla 3 leiki liðsins í byrjunarliði og skoraði eina mark Íslands á EM. Fanndís átti einnig framúrskarandi leik með landsliði Íslands sem vann Ólympíumeistara Þjóðverja í undankeppni HM í sumar, þetta var fyrsti ósigur Þjóðverja í undankeppni HM í 20 ár. Í ágúst gekk Fanndís svo til liðs við Marseille, eitt af toppliðum frönsku úrvalsdeildarinnar.

Aðrir Blikar sem hlutu viðurkenningu á íþrótthátíðinni í flokki 17 ára og eldri: 

Birgitt Rós Becker, Kraftlyftingar. 

Sindri Hrafn Guðmundsson, Frjálsar.

Svana Katla Þorsteinsdóttir, Karate. 

Aðrir Blikar sem hlutu viðurkenningu á íþróttahátíðinni í flokki 13 - 16 ára:

Björk Bjarnadóttir, Körfubolti.

Arnar Hauksson, Körfubolti. 

Stephan Briem, Skák. 

Hildur Þóra Hákonardóttir, Fótbolti. 

Karl Friðleifur Gunnarsson, Fótbolti. 

Birna Kristín Kristjánsdóttir, Frjálsar. 

Hlynur Freyr Karlsson, Frjálsar. 

Kristín Helga Hákonardóttir, Sund.

Brynjólfur Óli Karlsson, Sund. 

Móey María Sigþórsdóttir, Karate. 

Tómas Pálmar Tómasson, Karate.

Breiðablik óskar þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn og erum við afar stolt að eiga svona frábært íþróttafólk innan okkar raða

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #