Forsíða

Nýr rekstrarstjóri Breiðabliks

Sölvi Guðmundsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri hjá Breiðablik og hefur hann umsjón með almennri starfssemi í Smáranum og Fífunni.
Sölvi sem er 29 ára er Viðskiptafræðingur að mennt og uppalinn Bliki.

Hann tekur við starfinu af Ástu B. Gunnlaugsdóttur sem lét af störfum nýverið en hún hafði starfað hjá félaginu í fjölda ára.
Um leið og við bjóðum Sölva velkominn til starfa þakkar Breiðablik Ástu B kærlega fyrir frábært starf í rúmlega tvo áratugi og óskar henni alls hins besta í framtíðinni.
 

  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #
  • #