* SUMARNÁMSKEIÐ *

Í sumar verður boðið upp á íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára í Smáranum í Kópavogsdal og í Fagralundi í Fossvogsdal.
Skipulögð dagskrá er frá 8.00-17.00 alla virka daga.
Í boði verða ævintýranámskeið, frjálsíþróttanámskeið, knattspyrnuskóli, körfuboltaskóli, karatenámskeið og skákþjálfun. Jafnframt verður sunddeild félagsins með námskeið í báðum sundlaugum bæjarins.
Auðvelt á að vera að samræma námskeiðin og búa til dagskrá sem hentar hverjum og einum.

Staðsetning og tímatafla fyrir námskeiðin:

 

Smárinn Vika 24
13.-16. júní
Vika 25
20.-24 júní
Vika 26
27. júní -1. júlí
Vika 27
4.-8. júlí
Sumarleyfi Vika 32
8.-12. ágú
Vika 33
15. - 19. ágú
Ævintýranámskeið  9-12 9-12  9-12  9-12      
Frjálsíþróttanámskeið 13-16  13-16  13-16  13-16   13-16  13-16
Körfuboltanámskeið 9-12  9-12  9-12  9-12   9-12  9-12
Karatenámskeið 9-12  9-12  9-12  9-12      
Skáknámskeið 13-16  13-16  13-16  13-16   13-16 13-16
Knattspyrnuskóli 13-16  13-16  13-16  13-16   13-16 13-16

 

Fagrilundur Vika 24
13. - 16. júní
Vika 25
20. - 24. júní
Vika 26
27. júní - 1. júlí
Vika 27
4. - 8. júlí
Vika 28
11. -15. júlí
Sumarleyfi Vika 32
8. - 12. ágúst
Vika 33
15. - 19. ágúst
Ævintýranámskeið 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16   13-16 13-16
Frjálsíþróttanámskeið 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12   9-12 9-12
Knattspyrnuskóli 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16   13-16 13-16

 

Verðskrá:

Verð fyrir eina viku Verð kr.
Námskeið 1/2 dagur (3 klst.) 6.500
Námskeið 1/1 dagur (2x3 klsti.) 13.000
Hádegismatur 3.000
Gæsla 1 klst á dag 2.000
Gæsla 2 klst á dag 4.000

* Vika 24 er 4 dagar og lækka verð þá viku um 20%

Sama verð er á öll námskeiðin og hægt er að velja um hálfan dag eða heilan dag.
Þegar heilsdagsnámskeið er valið er hægt að blanda saman tveimur mismunandi náskeiðum.
Gert er ráð fyrir að börnin taki með sér hollt nesti, en það er einn nestistími á hverju námskeiði.
Í Smáranum er hægt að kaupa heitan mat í hádeginu og gæslu frá 8.00-9.00 og 16.00-17.00.
Ekki verður unnt að bjóða uppá hádegismat í Fagralundi en hægt verður að kaupa gæslu frá 8:00 til 9:00, og 16:00 til 17:00.

Félagið áskilur sér rétt til að sameina námskeið eða færa þau milli staða ef ekki næst lágmarks þátttaka.


Yfirumsjón:

Helgi Hrafn Ólafsson íþróttafræðingur

Hægt verður að skrá börn á námskeið og í gæslu frá og með 2. maí en allar upplýsingar um skráningarferlið er að finna á heimasíðu Breiðabliks – breidablik.is. einnig er hægt að fá upplýsingar í síma 510-6400.

Einnig er hægt að finna upplýsingar á vef Kópavogsbæjar: http://sumar.kopavogur.is/onnur-namskeid/breidablik/


Sundnámskeið:

Námskeiðin eru fyrir öll börn fædd 2004 til 2011.

Sunddeild Breiðabliks býður í sumar upp á sundnámskeið í Sundskóla Breiðabliks í júní og júlí. Líkt og áður sjá reyndir og traustir kennarar um kennsluna, ásamt aðstoðarfólki í laug. Aðstoðarfólkið fylgir börnunum í gegnum búnings- og baðklefa. Fyrsta námskeiðið hefst 13. júní og því síðasta lýkur 15. júlí.

Sjá nánar á http://www.breidablik.is/sund/sundnamskeid_breidabliks/